The Membrain (Himnan)


15:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Velkomin á opnun sýningarinnar The Membrane í Norræna húsinu.

The Membrane skoðar endurnýjun jarðvegs sem grundvallarferli sem gerir jörðina byggilega og lífi kleift að kvikna, dafna og endurnýja sig. Vísindalegar og pósthúmanískar nálganir líta í auknum mæli á jarðveg sem sjálfstýrðu, lifandi kerfi – kviku samlífskerfi fremur en dauðri auðlind. Jarðvegur felur í sér bæði lífsgefandi vöxt og mikilvæga hringrás niðurbrots og rotnunar. Ógagnsæi hans og ómannlegir tímahættir skapa rými fyrir getgátur, goðsagnir og frásagnir samhliða vísindalegri þekkingu. Með því að leiða saman ólíka vinnuferla samtímalistamanna sýnir The Membrane jarðveg sem fjöltegunda arkíf og lifandi minni, og skapar rými fyrir endurnýjuð jarðnesk tengsl handan mannmiðjunar.

Aðgengi

Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu

Frekar upplýsingar hér:

https://nordichouse.is/wp-content/uploads/2025/07/Accessibility-guide-_-Nordic-house.pdf