Sögustund á Sunnudögum – á dönsku


11:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin í Sunnudagssögustund í Barnabókasafninu í Norræna húsinu – Nú á dönsku! Hrekkjavaka nálgast og hvað er hentugra en óhugnanleg saga úr heimi Einar Áskels? Sagan verður hluti af sýningunni okkar Til hamingju Einar Áskell! sem fagnar höfundarverki Gunillu Bergström.

Myndabókin Hver hræðir Einar Áskel? verður lesin á dönsku klukkan 11:00. Að lestri loknum er fólki velkomið að staldran við á bókasafninu þar sem útvegað verður efni til að búa til sína eigin skelfilegu grímu fyrir hrekkjarvökuna. Á sýningunni er einnig tilbúið fræðsluefni og myndir til að lita fyrir börnin.

Sögumaður í þetta sinn er Camilla Ringkjøbing Jensen.

Camilla er nýútskrifuð með B.A. gráðu í barnabókmenntum og ólst upp í Danmörku. Sem stendur er hún í starfsnámi hjá Norræna húsinu til að þróa skapandi hugmyndir og öðlast meiri innsýn í norrænar bókmenntir og Norrænt samstarf á Íslandi.