Stuttmyndir fyrir börn 8+ -Riff


13:00

Stuttmyndir fyrir börn 8+

1 October

13:00

Verð:700 kr

Íslensk talsetningin

Ruby
Louise Ní Fhiannachta USA 2013 / 11 min
Ruby neitar að trúa að guð sé til. Í staðinn les hún kenningar Charles Darwin og reitir mömmu sína og kennarann sinn til reiði þegar hún lýsir yfir trúleysi sínu. En það er leyndarmál bak við trú Rubyar.

 

 Ég skal hætta að gráta ef þú hættir að gráta
Andy Glynne GBR 2012 / 4 min
Hamid flúði frá Erítreu og býr núna í Bretlandi. Í þessari stuttmynd talar hann um drauma sína og framtíð.

 

 

 Hjólabrettastelpan
Edward Cook NLD 2015 / 16 min
Keet er 10 ára og lifir fyrir hjólabretti. Hún er nú þegar búin að læra ýmsar brettakúnstir. Stelpurnar í skólanum eiga erftitt með að skilja þetta ástríðu hennar. Hún hefur þegar öðlast virðingu hinna brettakrakkanna en það eru aðallega strákar. Keet vill breyta því.

 

 Jónas og hafið
Marlies nav der Wel NLD 2015 / 12 min
Jonas hefur átt sér þann draum allt sitt líf að verða hluti af lífinu neðansjávar. En allar uppfinningarnar hans, sem hann byggði til að láta drauminn rætast, hafa misheppnast. Þegar Jonas er orðinn gamall og þykkt hvítt skegg hylur andlit hans áttar Jonas sig á mikilvægum hlut sem fór framhjá honum áður.

 

 Ævintýri með óttanum
Cristina Vilches ESP 2015 / 11 min
Ef þú finnur skrímsli undir rúminu þínu, leyfðu því þá að fara með þér á leynilegustu og fallegustu staði í heiminum.

 

 

 Veldu þér félaga
Siri Rødnes DEU 2015 / 11 min
Ollie er átta ára og sjúk í fótbolta og villta vestrið. Í páskaskrúðgöngu skólans neitar hún að samþykkja hefðbundin kynhlutverk. Með stuðningi fjölskyldu sinnar finnu Ollie sína eigin leið til að takast á við aðstæðurnar.

 

 Söknuður
Sanna Liljander FIN 2015 / 5 min
Hvað myndir þú gera ef besta vinkona þín þyrfti að fara?

 

logo_riff_2016-02