Spurningin um sjálfstæði Grænlands


12-13

Spurningin um sjálfstæði Grænlands 

Þrátt fyrir að Grænland gæti öðlast lagalegt sjálfstæði í framtíðinni er erfitt að sjá fyrir sér að landið yrði sjálfstætt í raun. Sjálfstætt Grænland þyrfti á erlendri fjárfestingu að halda en á sama tíma yrði það háð öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum í öryggis- og varnarmálum.. Áleitnar spurningar varðandi sjálfstæði Grænlands hafa vaknað. Getur Grænland orðið sjálfstætt í raun og veru? Hvernig gæti sjálfstætt Grænland hagað öryggismálum sínum, fjármálum og utanríkismálum? Vilja Grænlendingar sjálfstæði? Myndi sjálfstæði Grænlands fela í sér minni raunveruleg völd en landið hefur í dag?

Damien Degeorges rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Reykjavík, Degeorges Consulting ehf. Hann hefur fylgst náið með þróun mála á Grænlandi síðastliðin15 ár. Áður starfaði hann meðal annars sem fréttaritari grænlenska miðilsins Atuagagdliutit/Grønlandsposten og kenndi alþjóðastjórnmál við Háskólann á Grænlandi.

Fundarstjóri er Page Wilson og mun hún einnig vera með stutt erindi í upphafi fundarins.

Page Wilson er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en hún hefur einnig kennt  við Háskólann á Grænlandi.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.

Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands og Norðurlönd í fókus standa að fundinum.

 

Nánari upplýsingar: www.nordichouse.is og www.caps.hi.is

Rannsóknasetur um norðurslóðir á Facebook

Norðurlönd í fókus á Facebook