Jóhanna Elísa


15:00

Það sem einkennir Jóhönnu Elísu á tónleikum er söngröddin sem er kristaltær og fellur vel að ævintýralegum tónsmíðum hennar. Í haust er væntanleg plata frá tónlistarkonunni sem er innblásin af málverkum. Nýverið kom út singúll af plötunni sem ber heitið ‘Queen of Winter’. Lagið hefur fengið góðar viðtökur en það fékk tilnefningu í viðurkenndu lagasmíðakeppninni ‘The European Songwriting Awards’. Með Jóhönnu Elísu á tónleikunum verður strengjatríó sem þær Soffía Jónsdóttir, Steina Kristín Ingólfsdóttir og Ester Petra Gunnarsdóttir skipa.

Pikknikk Tónleikar

Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.

Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR

Dagskrá