SKÁL (2021) – færeysk heimildarmynd sýnd á Vestnorræna deginum
18.30
Færeyska heimildarmyndin SKÁL (2021) verður sýnd í Norræna húsinu sem hluti af dagskrá í tilefni Vestnorræna dagsins 23. september. Aðgangur ókeypis, fyrstir koma fyrstir fá sæti. Nánari lýsing á myndinni hér fyrir neðan.
Aðalpersónur myndarinnar verða viðstaddar og svara spurningum eftir sýninguna, þau Dania O. Tausen og Trygvi Danielsen.
Á undan myndinni er móttaka kl. 18.00 með m.a. færeyskum og grænlenskum veitingum og grænlenskur trommudans kl. 18.20. Þar á undan, kl. 17.00-18.00 fara fram umræður um færeyska og grænlenska sýn á vestnorræna samvinnu.
Upplýsingar um heildardagskrá Vestnorræna dagsins má nálgast hér
Um SKÁL
Dania er 21 árs og ólst upp í kristnu samfélagi í færeyska biblíubeltinu. Hún er nýlega flutt til Tórshavn og er farin að hitta Trygvi, hip-hop listamann og ljóðskáld sem þekktur er sem Silvurdrongur (Silfurstrákurinn). Hann kemur frá fjölskyldu sem aðhyllist veraldlegum gildum og skrifar ljóð og texta um skuggahliðar mannkyns. Dania syngur í kristilegri hljómsveit en er hrifin af hugrekki Trygva sem skrifar hrottalega heiðarlega texta. Á sama tíma og hún reynir að finna sinn stað í heiminum og skilja sjálfa sig fer hún að skrifa persónulegri texta. Skrif hennar þróast í safn gagnrýninna ljóða sem kölluð eru ,,Skál” og fjalla um hið tvöfalda líf sem hún og önnur ungmenni verða að lifa í íhaldssömum kristilegum heimi.
Lengd: 75 mín.
Helstu hlutverk: Dania O. Tausen, Trygvi Danielsen, Marjun Drós Tausen Poulsen
Leikstjóri: Cecilie Debell & Maria Tórgarð
Framleiðandi: Heidi Kim Andersen
Meðframleiðandi: Jón Hammer, Kykmyndir