Sjálfsmynd kvenna í myndum og kvikmyndageiranum – umræður norrænna kvikmyndagerðarkvenna


17-18

Hvernig birtist sjálfsmynd kvenna í nýlegum norrænum kvikmyndum? Hver er staða kvenna í kvikmyndageiranum á Norðurlöndum?

Norrænar kvikmyndagerðarkonur ræða málin sín á milli og við áheyrendur. Umræðurnar munu varpa ljósi á umfjöllunarefni í nokkrum þeirra kvikmynda sem sýndar eru á kvikmyndadögunum Nordisk Film Fokus í Norræna húsinu 17. og 18. janúar. Umræðurnar fara fram á ensku. Aðgangur ókeypis.

Þátttakendur

  • Katrin Joensen-Næs, leikstjóri Ábyrgd (Færeyjar). Myndin er heimsfrumsýnd í Norræna húsinu 17. janúar kl. 18.30. Miðasala
  • Satu-Tuuli Karhu, ein aðalleikkonan í Maria‘s Paradise/Marian paratiisi (Finnland). Myndin er frumsýnd á Íslandi í Norræna húsinu 17. janúar kl. 21.30.
  • Pipaluk Kreutzmann Jørgensen, leikstjóri Anori (Grænland). Myndin er sýnd í Norræna húsinu 18. janúar kl. 13.
  • Gagga Jónsdóttir, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar Agnes Joy (Ísland).
  • Ása Heiða Hjörleifsdóttir, leikstjóri myndarinnar Svanurinn (Ísland).

Umræðustjóri er Karólína Stefánsdóttir, framleiðandi.

 

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus eru árlegt samstarfsverkefni Norræna hússins og sendiráða Norðurlandanna á Íslandi og að þessu sinni einnig haldnir í samstarfi við Reykjavík Feminst Film Festival.

  

Dagskrá Nordic Film Focus
Dagskrá Reykjavik Feminist Film Festival