Samískt bíókvöld í Norræna húsinu


16:45
Aðgangur ókeypis

Í tilefni þjóðhátíðardags Sama sýnir Norræna húsið, í samstarfi við Norska sendiráðið, tvær kvikmyndir um og eftir Sama laugardaginn 6 febrúar.

16:45 Min mors hemmelighet / Leyndarmál móður minnar

18:00 Veiviseren / Ofelas / Vegvísirinn

Frítt verður inn á viðburðinn en aðeins 20 sæti í boði á hverja mynd sökum sóttvarnaaðgerða. Bóka þarf miða í gegnum hlekkinn hér að neðan en börn fædd frá og með 2005 koma án þess að bóka.

Leyfilegt er að bóka sig á báðar kvikmyndirnar.

Um myndirnar

Still from the movie My Mother's Secret

Min Mors Hemmelighet / Leyndarmál móður minnar

Norsk heimildarmynd – 2009 – 52 mín

Leikstjórinn Ellen-Astri Lundby seigir frá leyndarmáli móður sinnar sem flytur frá norður Noregi, suður til Oslo í lok seinna stríðs. Samískur uppruni móðurinnar breytist í leyndarmál og skömm þegar hún kemur syðra og verður fyrir fordómum í garð kynþáttar síns. Heimildarmyndin fylgir leikstjóranum í leit að uppruna sínum og sannleika leyndarmálsinns og afhjúpar í leiðinni fordóma Norðmanna í garð Sama og skömmina sem fylgir þeim inn í norskt samfélag. Í þessu einlæga verki leitast leikstjórinn við að ná sáttum við fortíðina og móðurina sem þagað hafði um uppruna sinn í allan þennan tíma. Kvikmyndin vann Samísku kvikmyndarverðlaunin 2009.

Bóka miða

Still from the movie Pathfinder

Veiviseren / Vegvísirinn

Tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu útlendu kvikmynd – 1887 – 1 klst 26 mín

Vegvísirinn er norsk spennu og ævintýramynd úr leikstjórn Nils Gaup. Myndin gerist í Finnlandi á miðöldum og byggir á Samískri þjóðsögu. Söguþráðurinn fylgir hinum unga Aigin og fjölskyldu hans sem búa við erfiðar aðstæður í sífrerinu. Söguhetjan verður vitni af því þegar hinir vondu Chudes myrða fjölskylduna hans og hreppa hann sjálfan í gíslingu. Við tekur atburðarás blekkinga, flótta og hefndar sem Aigin sér ekki fyrir endan á.

Bóka miða