Pikknikk Tónleikar: Elín Hall (IS)
15:00
Elín Hall er ungur og efnilegur lagasmiður frá Reykjavík. Tónlist hennar er best lýst sem látlausu „indí-poppi“ með gítarundirleik. Áhersla er lögð á íslenska texta og einfaldan og einlægan hljóðheim og platan Með öðrum orðum er unnin upp úr dagbókarfærslum Elínar frá framhaldsskólaárum hennar. Platan kom út síðasta í sumar og hlaut verðskuldaða athygli, meira að segja í ár þar sem hún fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins í þjóðlagaflokki.
Viðtal við Elín Hall:
Þú syngur á íslensku, hefur það alltaf legið beint við fyrir þig?
Ég skrifa bæði á ensku og íslensku, en ég ákvað að platan mín yrði á íslensku. Ég lærir leiklist og tók fullt af námskeiðum þar sem ég las mikið af íslenskum leikritum og bókmenntum og það vakti mikinn áhuga á íslensku máli, líka gamla íslenska málið. En ég elska að skrifa á ensku líka. Það er eitthvað sérstakt við að skrifa á tungumál sem er ekki þitt persónulega, stundum er auðveldara að tjá þig þegar þú notar ekki orðin daglega. Íslenska tónlistarlífið hefur breyst mikið undanfarin ár, áður sungu allir á ensku en allt í einu varð töff að syngja á íslensku.
Þú bjóst í Norður-Ameríku þegar þú varst yngri, hafði það áhrif á tónlist þína?
Ég bjó aðallega í Montreal í Kanada og þar tala þeir frönsku. Einhver sagði mér að stíllinn minn hljómi franskur. Ég veit ekki hvort ég er sammála því en ég get skilið að fólki finnist rödd mín hljóma eins og franskur söngvari. Líklega vegna þess að franskir söngvarar sem sungu á frönsku höfðu mikil áhrif á mig á þessum tíma og ég hlustaði mikið á franska tónlist. Ég æfði líka ballett í Kanada og ég held að það hafi haft þannig áhrif á mig að það endurspeglast í því hvernig tónlistin mín hljómar.
Þú ert að læra leiklist, vilt þú gerast leikari eða viltu sameina leiklistin og tónlistin?
Ég vil ekki loka neinum dyrum, ég vil fylgja eðlishvötinni. Mig langaði fara í háskólanám líklega vegna þess að báðir foreldrar mínir eru prófessorar og ég gat ekki hugsað mér að fara ekki í háskóla. Ég valdi á milli tónlistar og leiklistar og fannst að það væri svo margt fleira sem ég þyrfti að læra þegar kom að leiklist. Svo, á Íslandi að minnsta kosti, er auðveldara fyrir þig að vera leikari með gráðu. Þú þarft ekki raunverulega gráðu til að vera tónlistarmaður og svo hefðu allir gott af því að læra leiklist því maður fer í svo mikla sjálfskoðun.
Hverjir eru framtíðardraumar þínir?
Mig langar að sameina tónlist og leiklist. Það eru tvö mismunandi viðfangsefni en þau gefa mér það sama. Málið við það að vera listamaður er að þú veist ekki hvar þú verður staddur eftir tíu ár eða jafnvel ár. Þú verður að reiða þig á tækifæri og heppni. Ég reyni að lifa inni í listinni og láta allt hafa áhrif á hvort annað. Ég vona að fólk geti séð mig bæði sem leikara og tónlistarkonu. Sú staðreynd að ég er bæði ruglar fólk stundum, það vill gjarnan hafa mig í einum flokk.
Segðu aðeins frá plötunni þinni sem er byggð á dagbók frá menntaskóla árunum þínum.
Já, mig langaði aldrei til að skrifa dagbók vegna þess að það meiddi mig svo mikið í hendinni. Og þegar þú ert um það bil 13 ára, skrifarðu allan tímann í skólanum og ert alltaf með verki í höndunum þegar þú kemur heim. Svo ég ákvað að taka upp raddinnskot og gerði það í hverri viku frá því að ég var 13 til 20 ára, þannig að ég á allt mitt líf skráð í þessum upptökum. Platan snýst því aðallega um að verða ástfanginn, hætta, takast á við geðheilsu og hormón. Að vera unglingur í allri sinni dýrð og feimni.