Norðurslóðastefna Evrópusambandsins


12:00

Norðurslóðastefna Evrópusambandsins

Þriðjudaginn  7. júní kl. 12:00-13:00 í Norræna húsinu

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands og sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi
Þrátt fyrir að norðurskautsríkin beri ábyrgð á því sem á sér stað innan þeirra eigin lögsögu standa þau frammi fyrir fjölda áskorana sem virða engin landamæri,  s.s fjarskiptum, loftslagsbreytingum, breytingum á náttúru og lífríki sjávar og áhrifum af auknum siglingum og ferðamennsku á svæðinu. Af þeim sökum er oft vænlegra til árangurs að takast á við áskoranirnar í gegnum svæðisbundið og alþjóðlegt samstarf.

Þann 27. apríl var nýjasta stefnuskjal Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða gert opinbert. Þar er gerð grein fyrir helstu áherslum sambandsins á næstu árum varðandi loftslags- og umhverfismál, sjálfbæra þróun og alþjóðlegt samstarf.

Frummælendur:
Terkel Petersen, sérfræðingur utanríkisþjónustu Evrópusambandins í málefnum norðurslóða
Tómas Orri Ragnarsson, sendiráðunautur og sérfræðingur í málefnum norðurslóða í utanríkisráðuneytinu

Fundarstjóri: Page Wilson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum

Nánari upplýsingar: www.caps.hi.is / www.esb.is
Rannsóknasetur um norðurslóðir á Facebook: http://www.facebook.com/Centre.for.Arctic.Policy.Studies
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi á Facebook:
https://www.facebook.com/Evropusambandid