
Norræn þjóðlagatónlist
19:30-21:30
Norræn þjóðlagatónlist
Í Norræna húsinu 14. júní kl 19:30-21:30.
Vassvik og dúóið Marit og Stein halda tónleika saman í Norræna húsinu á leið sinni á Vaka festival á Akureyri. Hér fá áheyrendur einstakt tækifæri á að heyra sjaldheyrða þjóðlagatónlist frá Noregi.
Vassvik
Torgeir Vassvik er listamaður sem kemur frá nyrsta skaga Lapplands, Gamvik í Noregi. Seyðandi samspil söngs og slagverks dregur kraft sinn frá öfgum norðursins, veðráttu og landslagi. Vassvik nær að fanga berskjaldaða fegurð norðurslóða með samruna hefðbundins Sami joik og hljómmikils yfirtónasöngs, sem skapar dulmagnaðan hljóðheim við hæfi 21. aldar.
Hljómsveitin: Torgeir Vassvik (rödd), Kari Rønnekleiv (fiðla), Jo Einar Jansen (fiðla), Audun Strype (hljóðmaður)
Marit og Stein
Marit og Stein eru reynslumiklir og virtir tónlistamenn í heimalandi sínu og víðar. Verkefnaval þeirra samanstendur af frumsömdum og hefðbundnum norskum lögum með rætur í hefðinni. Lögin eru leikin á fornu hljóðfærin, langeleik og hörpu. Samhljómur langeleiksins og hörpunnar er alveg einstakur – í senn forn og tímalaus – og minnir okkur á að við erum þátttakendur í lifandi hefð.
Nánari upplýsingar um tónlistarmennina:
Marit og Stein: Myndband Myndband Myndband