Málþing – Óperudagar


10-15

Fyrsta málþing Óperudaga verður haldið í Norræna húsinu dagana 29. og 30. október frá klukkan 10:00 – 15:00.

Á hátíðinni í ár er boðið upp á nokkrar norrænar sýningar og á málþinginu gefst sjálfstæðum, norrænum óperu-/leikfélögum og listamönnum tækifæri til að bera saman bækur sínar og ræða um framtíð norrænu óperusenunnar.

Hvert félag kynnir sig og sína starfsemi og í kjölfarið verða svo pallborðsumræður.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin.

Vefur hátíðarinnar