Jelena Ciric – Pikknikk Tónleikar
15:00
Tónlist Jelenu laðar þig til sín með hlýju, glettni og heiðarleika. Hljóðheimur hennar er undir áhrifum frá Serbíu þar sem Jelena fæddist og Kanada þar sem hún óx úr grasi. Þá gætir áhrifa af jarðbundinni þjóðlaga-, djass-, og popptónlist. Að lokum heyrirðu frásögn – sem er í sönn áhrifamikil, hjartnæm, og drepfyndin. Sérstakir gestir á tónleikunum verða fiðlu- og víóluleikarinn Karl James Pestka og Margrét Arnardóttir harmónikuleikari. Tríóið mun leika lög af væntanlegri plötu Jelenu sem kemur út í haust 2020.
Pikknikk Tónleikar
Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 5. júlí 9. ágúst 2020. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.
Kaffi, kökur og léttur matur verður til sölu á MATR