JÁRNBRAUTARMÁLIÐ: mynd eftir Evu Rocco Kenell


14:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Screenshot from the movie. Hands of two people go through old documents
Screenshot from the movie Járnbrautarmálið / A Railway Case

Járnbrautarmálið / A Railway Case tekur útgangspunkt sinn frá óraunhæfu járnbrautarverkefni í upphafi 19 aldrar og þróast út í rannsókn á skáldinu og athafnamanninum Einari Benediktssyni (1864-1940). Í myndinni er farið yfir sögulega arfleifð frumkvöðlastarfs hans, vistfræðilegar og efnahagslegar afleiðingar sem það kann að hafa haft enn þann dag í dag. Járnbrautarmálið fjallar um háleitar hugsjónir og framtíðarsýn Einars Benediktssonar en söguþráðurinn leiðir okkur frá hefðbundinni þjóðernissögulegri sýn á hans ævi og starf. Í myndinni eru rakin ummerki og efni ýmissa verkefna hans sem finna má á bókasöfnum, söfnum og skjalasöfnum.“

Texti frá sýningu verksins í Konstfrämjandet Skåne. Sýningarstjóri var Hans Carlsson

Portrait of artist Eva Rocco Kenell
Eva Rocco Kenell

Eva Rocco Kenell útskrifaðist með BFA gráðu frá Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og MFA frá Konstfack University of Arts and Craft, Stokkhólmi. Kenell vinnur með heimildarmyndaformið á listrænan hátt, þar sem hún oft brýtur niður klassískar frásagnir og staðlaðar sagnahefðir. Aðferðafræði hennar samanstendur af rannsóknartengdri vinnu með áherslu á örsögur, þar sem hún kannar einstaka atburði og þar sem smáatriði í sögu geta orðið nýr miðpunktur og söguþráðurinn gæti tekið skyndilegum breytingum til að fylgja eftir nýjum áherslum. Verk hennar vekja upp spurningar og hugleiðingar um hlutverk heimildarmyndarinnar, frásögn, sannleika og eftirlíkingar.