iucollect al fresco
Á Hönnunarmars 2021 mun iucollect stilla upp fjórum innsetningum á fjórum ólíkum staðsetningum í miðbæ Reykjavíkur. Hver innsetning býður upp á samspil milli áhorfendans, borgarumhverfisins og arkítektónískra muna sem spegla sig í framandi landslagi.
Innsetning – Vatnsmýri f. utan Norræna Húsið 21. maí: 17:00–19:00
CONSEPT
Hugmyndafræði sýningarinnar iucollect al fresco snýst um að tengja áhorfendur og sýningarverkin við náttúruna með því að skapa seríu af griðarstöðum, þar sem tengingin við staðsetninguna og verkið skapar ró, vitund og tengsl. Með því að bæta arkitektónískum munum inn í okkar daglega umhverfi gefur það rýminu fegurð og ríka efniskennd sem umbreytir staðsetningunum í hljóðlátari og íhugandi umhverfi.
STAFRÆNT OG NÁTTÚRULEGT LANDSLAG
Innsetningarnar rannsaka hvernig tenging milli landslags, staðsetningar og arkitektónískra muna skapa upplifun til að vekja áhuga áhorfenda og leyfa hverjum hlut í sýningaröðinni að öðlast nýtt hlutverk á hverjum stað fyrir sig. Verkin verða sýnd á HönnunarMars dagana 20.- 23. maí 2021 sem röð innsetninga á ólíkum staðsetningum í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða því verður stafræn nálgun á sýninguna í gegnum www.iucollect.is en þannig nálgumst við viðfangsefnið á stafrænan og náttúrulegan máta.
IUCOLLECT
iucollect vinnur þvert á miðla á mörkum hönnunar, handverks og myndlistar með heildar áherslu á að draga fram eiginleika náttúrulegra staðbundinna hráefna í gerð arkitektónískra muna, vefnaðarvöru, myndbandagerð og ljósmyndun. Okkar vinna hefur þróast í kringum að sýna og stilla saman seríum af fyrr nefndum viðfangsefnum í ólíkum aðstæðum sem ýta undir eiginleika hvers viðfangsefnis fyrir sig og spegla sig á sama tíma í hvert í öðru. Hver sería hefur samfelldan stíl í nýju umhverfi sem sýnir fram á skapandi möguleika á því að rifja upp sömu hugmyndina óendanlega oft í nýju samhengi.
ÞÁTTTAKENDUR