Í LEIT AÐ SAMEIGINLEGU TUNGUMÁLI


14:00

Miðasala

Þessi sýning er ætluð ungu fólki og er full af tónlist. Hún sækir í íslenskt-færeyskt ævintýri um undurfagra konu sem reynist vera selur í raun: Sjómaður fylgist með henni dansa og felur selsham hennar svo hún fáist til þess að giftast honum. Þau eignast saman son og lifa hamingjusömu lífi næstu sjö árin, en þá verður konan alvarlega veik og þarf að endurheimta selshaminn til þess að lifa af. Maðurinn hennar getur hins vegar ekki fengið það af sér að skila henni selshamnum og missa þar með lífsförunaut sinn. En þegar sonurinn tekur eftir hvernig samband foreldranna breytist þá finnur hann haminn og bjargar með því móður sinni. Hún snýr aftur til selafjölskyldu sinnar og sonurinn þarf að sætta sig við að hann geti ekki búið með henni í hafinu, en honum hugnast ekki heldur að búa með föður sínum lengur. Þar sem fjölskyldan getur ekki lengur verið saman þarf sonurinn að fara burtu frá foreldrum sínum og lifa eigin lífi.

Hugmyndin af samstarfinu kviknaði í maí 2018 þegar grænlenska söngkonan og leikkonan Kimmernaq Kjeldsen vann með Ingo Putz og Marie Labsch, ásamt teymi þeirra í Konstanz-leikhúsinu, að annarri útgáfu af þessu leikverki. Listahópurinn ætlar sér að kafa dýpra í íslenska sagnaarfinn og norrænar goðsagnir, sem setja má í stærra samhengi með alþjóðlegri samvinnu. Þótt sagan eigi sér norrænar rætur þá er kjarni hennar sammannlegur: Sjómaðurinn í sögunni ræður ekki við eigin græðgi og því er sagan um leið dæmisaga um afleiðingar rányrkju á náttúrunni. Staðsetning sögunnar í stærra alþjóðlegt samhengi opnar möguleika á að komast handan við þjóðlega sýn á verkið og stuðla að hreinskilni og umburðarlyndi á mörgum sviðum.

Það er mikilvægt fyrir okkur í alþjóðlega hópnum, sem og almennt fyrir þýsk ungmennaleikhús, að leikhús sé ekki eingöngu skilið út frá menntunargildinu heldur einnig sem sjálfstætt listform með eigin fagurfræði þar sem leitast er við að fá fjölmenningarlegan áhorfendahóp á sýningarnar. Sérstaklega þar sem viðfangsefni sýningarinnar (þroskasaga og mikilvægi þess að koma fram af virðingu við auðlindir náttúrunnar) hafa alþjóðlegar skírskotanir, þvert á kynslóðir. Þar sem við lítum á leikhús sem leið til þess að tengja fólk saman og læra um listir og menningu langar okkur að bjóða bekkjardeildum og öðrum barnahópum á æfingar til þess að komast að því hvers konar leikhúsi börnin hafa áhuga á. Það gæti svo orðið kveikjan að því að búa til okkar eigin listaverk með þeim. Við viljum skapa sameiginlegan orðaforða tjáskipta sem er handan talaðs máls.

Styrkt af: NORDISK KULTURFOND | GOETHE-INSTITUTE Í DANMÖRKU

Samvinna á milli: NORRÆNA HÚSSINS Í REYKJAVÍK | KATUAQ MENNINGARMIÐSTÖÐVARINNAR Í NUUK | KONSTANZ-LEIKHÚSSINS

 

PAPPÍRSHLJÓÐ

Hljómsveit sem er eingöngu samsett úr pappírshljóðfærum? Geturðu ímyndað þér það? Í þessari leikhús-vinnustofu munum við kanna hvaða hljóð pappír getur skapað: þú getur krumpað pappírinn og kastað honum, lamið pappírinn eða rifið hann. Fyrsta skrefið er að finna upp pappírshljóðfæri. Svo eru þau sem hljóma svipað pöruð saman – rétt eins og í venjulegri hljómsveit. Og sérhver hljómsveit þarf hljómsveitarstjóra: sérhver þátttakandi getur slegið tóninn fyrir þessa litlu hljómsveit.

Skvassið og skrjáfið, svissið og vammið mun svo þjóna sem undirleikur sagnanna sem þátttakendur segja um uppvöxt sinn og það að fást við auðlindir náttúrunnar – rétt eins og gert er í leikritinu.

Aldurshópur: 7-10 ára

Hámark: 16 þátttakendur

Tungumál vinnustofu: Enska, þýðing á íslensku í boði