HVERS VEGNA PLAST? – Heimildamynd | SEEDS


18.00
Salur

Plast er byltingarkennt efni. Það er endingargott, ódýrt, til margvíslegra nota – og það hefur þrýst hnetti okkar að mörkum einnar verstu umhverfisógnar nútímans.

HVERS VEGNA PLAST? er niðurstaða greiningarvinnu sett fram í röð þriggja heimildamynda, sem mun fletta ofan af goðsögnum og röngum upplýsingum um plast og endurvinnslu þess og líta nánar á hvað eru staðreyndir og hvað er uppspuni.

Þann 11. nóvember 2021 bjóðum við ykkur að horfa á „THE RECYCLING MYTH“, eina af þremur heimildarmyndum WHY PLASTIC? verkefnisins á vegum THE WHY stofnunarinnar. Sýningin er í boði SEEDS og Norræna hússins. Strax eftir sýninguna verða pallborðsumræður.

THE RECYCLING MYTH (ENDURVINNSLUGOÐSÖGNIN)
Hvað verður í raun um plastið okkar eftir að við höfum sett það í endurvinnslutunnuna?

Um leið og plastmengunarkreppan er orðin að alþjóðlegu hneyksli hafa stærstu vörumerkin á neytendamarkaði lýst yfir að þau hafi lausnina: Endurvinnsla. Þrátt fyrir það er mun líklegra að plastumbúðir okkar verði brenndar eða þeim fleygt á haugana heldur en að verða endurunnar. Við sýnum hvernig olíu-, pökkunar- og neytendavöruiðnaðurinn spinnur endurvinnslusöguna til þess eins að leyfa honum að halda áfram að menga án afleiðinga fyrir hann sjálfan. Þar sem við öll þurfum að greiða reikninginn vegna jarðar, sem er að drukkna í plasti, er spurt í myndinni: Hver auðgast?

Aðgangur er ókeypis og hér gildir að fyrstir koma fyrstir fá.

Aðrar upplýsingar:
Viðburðurinn fer fram á ensku.
Boðið verður upp á veitingar frá kl. 18.00