Hafið – samtal við ungmenni um framtíð líffræðilegrar fjölbreytni
15-17
Umræður fara fram á ensku og verður streymt hér og á Facebook.
Landssamband ungmennafélaga býður upp á opið samtal við vestnorræn ungmenni um framtíð líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa. Samtalið kemur í beinu framhaldi af vinnustofu ungmennanna fyrr um daginn á þessu sviði. Þau segja frá vinnu sinni og ræða við ráðamenn, sérfræðinga og aðra þátttakendur. Fókus umræðunnar verður á lífríki hafsins.
Viðburðurinn er ein af nokkrum vinnustofum ungmenna víðs vegar á Norðurlöndum um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi í aðdraganda viðræðna um nýjan samnings Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði í október. Kröfur ungmennanna munu skila sér inn í samningaviðræðurnar.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Norðurlönd í fókus og Norræna Atlantssamstarfið (NORA) styrkir verkefnið.
Dagskráin sem hefst kl. 15:
– Skandinavískar vísur í flutningi sveitarinnar Vísur og skvísur.
– Vestnorræn ungmenni kynna afrakstur vinnustofu sinnar um líffræðilega fjölbreytni.
– Pallborðsumræður um líffræðilega fjölbreytni. Í pallborði verða:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
- Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur og forstöðumaður Landgræðsluskólans
- Elva Hrönn Hjartardóttir, ungmennafulltrúi Norðurlanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni
- Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna.
Verkfærakista:
Norðurlandaráð hefur gefið út verkfærakistu fyrir ungmenni til að nýta í umræðum sínum um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi á árinu og til að setja fram kröfur sínar og markmið. Verkfærakistuna má nálgast hér
Skoða viðburðadagatal Norræna hússins