
Gleði bjargar: Höfundakvöld með Björgu Þórhallsdóttur
17:00
Björg Þórhallsdóttir listakona er höfundur hinna vinsælu dagbóka Tíminn minn, sem komið hafa út hér á landi í rúman áratug. Hún boðar gleði og fegurra líf. Björg fluttist ung til Noregs og nýtur þar mikilla vinsælda, bæði sem myndlistarmaður og rithöfundur. Gleði Bjargar, kom fyrst úr í Noregi og vermdi um tíma í efsta sæti bóksölulista þar í landi.
Björg mun lesa upp úr bókinni og í kjölfarið verður spjall við hana og áhorfendum býðst að taka þátt í því samtali.
“Ég er sannfærð um að við getum valið að vera hamingjusöm. Ég veit einnig að það krefst fyrirhafnar. Til að finna sanna innri gleði þarftu að vinna rækilega hreinsunarvinnu og losa þig við allt sem rænir þig orku. Þannig getur þú skapað rými fyrir ást, gleði og vöxt. Auðveldara er að vera hamingjusöm þegar þú hefur tilgang og kærleika í lífinu. Allt þetta mun ég kenna þér í þessari bók. Ósk mín er sú að þú vaknir á hverjum morgni með hjartað fullt afgleði og þakklæti fyrir nýjan dag – með kærleika.“
Um einstakan, gleðilegan viðburð er að ræða þar sem öll eru velkomin. Komum saman og finnum gleðina.
Aðgengi
Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu. Því miður er einungis stigi niður í barnabókasafnið frá bókasafninu sjálfu en fyrir hjólastóla er aðgengilegt inná barnabókasafnið frá Hvelfingu. Elissa (salur) hefur gott aðgengi.
Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus.
Hér fyrir neðan er hægt að sækja PDF um heimsókn í Norræna húsið með nánari upplýsingum um aðgengi.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM AÐGENGI