Fínt Land – Listasýning


Fínt Land –  sýning með finnskri list og hönnun í Reykjavík

Vertu velkomin á opnun sýningarinnar Fínt land 1. mars kl. 17:00.

Sýningin Fínt land í Norræna húsinu býður upp á finnska samtímalist og hönnun og fjallar á listrænan hátt um hvað er „finnskt“. Á sýningunni má finna keramik eftir Nikolo Kerimov, ljósmyndir eftir Antti Sepponen og ryijy-teppi. Teppið er samstarfsverkefni listamannsins Jaako Leeve og Kisälli verkstæðisins.

Á Kisälli verkstæðinu starfa listamenn með mismunandi fötlun, samstarfsverkefnið túlkar hefðbundna finnska textíllist. Markmiðið er að skapa áhrifamikið verk sem vekur áhuga og athygli á samvinnu listamanna með eða án fötlunar.

„Það er frábært að fá tækifæri til að sýna teppið á Íslandi, vegna þessa að það á einmitt rætur sínar að rekja til teppanna sem voru notuð um borð í víkingaskipunum“ segir Leeve. Litaval í teppinu má rekja til tölvuleikja og leikfanga.

Nikolo Kerimov er keramik listamaður sem leikur sér með liti og form. Ævintýralegir munirnir er góð skýrskotun í hæfileika skandinavískrar hönnunnar. Kerimov túlkar á nútímalegan hátt hina hefðbundnum hverdagshluti.

Antti Sepponen rannsakar Finnland og Finna í ljómyndum sínum. Hvernig lítur Finnland eiginlega út 2000 og eitthvað? Með linsunni hefur Sepponen tekist að komast nálægt svarinu. Kemst maður mikið nær því að svara hvað er „finnskt“? „Í Finnlandi hefur þú allt sem þú munt nokkur tíman þurfa“ staðhæfir Sepponen!