Dýr sem enginn hefur séð annar en við


Opnun með léttum veitingum fimmtudaginn 11. október kl. 16:00 með leiðsögn um Mikaela wad af norrænum menningarstað

Sýningin ”Dýr sem enginn hefur séð annar en við” er byggð á barnabók með sama nafni eftir Ulf Stark (SE) og myndskreytt af Lindu Bondestam (FI). Bókin hlaut Snjóboltann svokallaða í Svíþjóð árið 2016 sem besta myndabók ársins og árið 2017 hlaut hún barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Á sýningunni má sjá upphaflegar myndir Lindu Bondestam. Stór jafnt sem minni málverk sem saman mynda ævintýralegan undraheim sem ekkert okkar hefur áður séð.

Í ljóðunum og myndunum hittum við fyrir dýr á borð við Bombomen, Gulalan og Daglingen. Nomadinen (hirðingjan) sem ávallt er á ferðinni, í leit sinni að betra lífi í fjarska, Særisann sem grípur sólina við sólarlag og sýnir fiskunum á hafsbotni hana. Við hittum fyrir Quinelluna sem á einn vin, tvíburabróður sem birtist henni á sléttum vatnsfletinum. Hvað dreymir Hýðis-dýrinu um í hýði sínu? Og eftir hverju bíður Biðdýrið?

Dýrin koma í öllum stærðum og gerðum. Sum eru glöð, sum eru hrædd eða feimin. Þau búa í sínum eigin ævintýraheimi þar sem enginn getur komið auga á þau. En er þetta heimur sem er okkur ókunnur með öllu?

Bókin og sýningin er lestrar- og listupplifun fyrir börn og fullorðna.

Á meðan á barnabókmenntahátíðinni Úti í Mýri stendur, dagana 11. – 14. október næstkomandi, verður boðið upp á leiðsögn, sögustund og skemmtilega vinnustofu í tengslum við sýninguna.

Sýningin er í eigu Nordic Culture Point í Finnlandi og er framleidd af Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð. Sýningin hefur verið sett upp í ýmsum menningarmiðstöðvum í Finnlandi og hefur nú hafið ferðalag sitt út fyrir finnska landsteina.