Dronningen – Nordisk Film Fokus


18:30

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus verða að þessu sinni haldnir í samstarfi við nýju hátíðina Reykjavík Feminist Film Festival dagana 16.-19. janúar. Dagskráin í Norræna húsinu setur fókusinn á norræna kvenleikstjóra og sjálfsmynd sem viðfangsefni. Sýndar verða nýlegar, norrænar kvikmyndir og boðið upp á umræður við leikstjóra myndanna og aðra fulltrúa þeirra.

Ókeypis er á sýninguna – tryggið ykkur miða hér á tix.is til að vera örugg með sæti.

Um myndina
Dronningen/Queen of Hearts – Danmörk (127 min.)
Leikstjóri: May el-Toukhy.

Farsæli lögfræðingurinn Anne, sem sérhæfir sig í málum tengdum börnum og ungmennum, tælir stjúpson sinn á unglingsaldri og setur þar með allt sitt áferðarfallega líf í hættu, en hún á fallegt heimili, tvær dætur og eiginmann.

Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2019. Myndin var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2019 og hlaut þar áhorfendaverðlaun. Auk þess hlaut myndin verðlaun sem besta norræna myndin, fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki og áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.

Auk kvikmynda í fullri lengd hefur el-Toukhy leikstýrt leikritum í útvarpi og á sviði og þáttum í hinum verðlaunuðu dönsku sjónvarpsþáttaröðum Erfingjunum (Arven) og Vegum drottins (Herrens veje).

  

Dagskrá Nordisk Film Fokus
Dagskrá Reykjavík Feminist Film Festival