Hjólað óháð aldri / Heimildarmynd og fyrirlestur


17:00-18:30

Hjólað óháð aldri / Heimildarmynd og fyrirlestur

Norræna húsinu, fimmtudaginn 19. maí kl. 17:00-18:30

Norræna húsið og Hjólað óháð aldri bjóða gestum á opna kynningu á Hjólað óháð aldri þar sem Dorthe Pedersen kynnir áhrif og framgang verkefnisins um allan heim. Einnig verður heimildarmyndin The Grey Escape frumsýnd á Íslandi við þetta tækifæri. Í myndinni er fylgst með ferðalagi 17 íbúa á hjúkrunarheimilum, þegar þeir hjóla frá Danmörku til Noregs til að afhenda hjól til Norðmanna.

Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, opnar samkomuna og að lokinni sýningu myndarinnar, gefst tækifæri til að spjalla saman um stöðu Hjólað óháð aldri á Íslandi og hvernig það hentar í okkar samfélagi.

Dagskráin fer fram á ensku. Allir velkomnir!