Å blåsa kvitt – Sýning


Å blåsa kvitt er heiti sýningar norska ljósmyndarans Klara Sofie Ludvigsen. Sýningin er afrasktur þróunnarstarfs hennar að blanda saman negatífum og positívum ásamt listrænni tjáningu með akríl. Með þessu kannar hún hvernig form getur krafist meiri pláss í myndmálinu.

Sýningin inniheldur átta lítil verk og tvö stór verk sem öll eru unnin með ólíkum aðferðum. Efnisviðurinn er meðal annars heitir hverir í Japan og skriðjökullinn Folgefonna í Noregi.

Með verkum sínum faðmar Ludvigsen eitthvað óhreint og gróft með því markmiðið að ögra auga áhorfandans. Áhorfandinn er neyddur til að íhuga hvað hann / hún er í raun að horfa á og er hvattur til að sjá form á nýjan hátt.

Klara Sofie Ludvigsen sameinar í þessum verkum svarta (negatíva) og hvíta (positíva) filmu til að kalla fram einkennandi tjáningu.  Ofan á það málar hún á glæru sem skapar lagskiptingu með ljósmyndapappírnum.

„Å blåsa kvitt“ er norska yfir að mæla styrk vindsins með því að fylgjast magni froðunnar í öldutoppum.

Klara Sofie Ludvigsen (b.1983) útskrifaðist með BA (Hons) frá Kent Institute of Art og Design í Englandi árið 2006 með skiptinámi í Universitat Politècnica de Catalunya í Barselóna. Klara Sofie Ludvigsen býr og starfar í Bergen þar sem hún er meðlimur í stúdíóiðnaðinum BLOKK og er einn stofnandi Mørkerommet.

www.klarasofie.com