Árni Vil – Pikknikk tónleikar
15:00
Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 16. júní – 11. ágúst 2019. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana.
Árni Vilhjálmsson er „late bloomer“ tónlistarmaður í tvíburamerkinu. Eftir að hafa eytt heilum áratugi í kæruleysi með söng og dansi í hljómsveitinni FM Belfast festi hann loksins rætur sínar og tók upp sitt fyrsta sóló verkefni, Slightly Hungry. Árni býr núna í Reykjavík þar sem hann kemur reglulega fram með leiklistartríóinu Kriðpleir en með þeim hefur hann samið og framleitt fjögur leikrit og eitt útvarpsleikrit.
Veitingarsala á AALTO Bistro
Dagskrá Pikknikk 2019
16/6 Kristian Anttila (SE)
23/6 A Band on Stage
30/6 Pálsson Hirv Dúettinn
7/7 Myrra Rós
14/7 Árni Vil
21/7 Omotrack
28/7 Bagdad Brothers
4/8 Mill (IS/SE)
11/8 Elín Harpa