Ari Árelíus – Pikknikk tónleikar
15:00
Ari Árelíus tónlistarmaður var getinn í Frakklandi, fæddur í Svíþjóð og alinn upp á Íslandi. Áhrifavaldar hans eru nokkrir en það má hellst nefna Nick Drake, Billie Holiday og Radiohead. Emperor Nothing er fyrsta platan sem Ari gefur út og er hún væntanleg fljótlega. Tvö fyrstu lögin af plötunni má nálgast nú þegar á Youtube og Spotify. Viðburðurinn er á facebook hér.
Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.
Frítt er inn á alla tónleikana.
Veitingarsala á Aalto Bistro.
Dagskrá
24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)