Anori – Nordisk Film Fokus


13:00

Kvikmyndadagarnir Nordisk Film Fokus verða að þessu sinni haldnir í samstarfi við nýju hátíðina Reykjavík Feminist Film Festival dagana 16.-19. janúar. Dagskráin í Norræna húsinu setur fókusinn á norræna kvenleikstjóra og sjálfsmynd sem viðfangsefni. Sýndar verða nýlegar, norrænar kvikmyndir og boðið upp á umræður við leikstjóra myndanna og aðra fulltrúa þeirra.

Pipaluk Kreutzmann-Jørgensen

Nordisk Film Fokus kynnir grænlensku kvikmyndina Anori. Myndin er á grænlensku með enskum texta (90 mín.) Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Pipaluk Kreutzmann-Jørgensen sem verður viðstödd sýninguna og tekur þátt í umræðum norrænna kvenna í kvikmyndagerð síðar um daginn.

Ókeypis er á sýninguna en tryggið ykkur miða hér á tix.is til að vera örugg með sæti.

Um myndina
Anori er harmræn ástarsaga sem sækir efnivið sinn til grænlenskra goðsagna. Sögusviðið sveiflast á milli víðáttu grænlensku ísbreiðunnar og borgarlandslags New York borgar. Myndin er fyrsta grænlenska kvikmyndin í fullri lengd sem er að öllu leyti gerð af konu.

 

 

Dagskrá Nordic Film Focus
Dagskrá RVK Feminist Film festival