Afleiðingar valdstjórnar. Hvaða áhrif hefur þróun mála í Rússlandi í raun og veru?
13:00
Afleiðingar valdstjórnar. Hvaða áhrif hefur þróun mála í Rússlandi í raun og veru?
Opin málstofa á vegum EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Norræna húsinu, 19. júní, 13.00–15.00
Margir muna ummæli Pútíns, skömmu eftir að hann tók við forsetaembætti í Rússlandi í fyrsta skipti, að einungis bjánar vildu endureisa Sovétríkin en þeir sem ekki hörmuðu hrun þeirra væru hinsvegar tilfinningasnauðir. Á síðustu mánuðum hafa stjórnvöld í Rússlandi þó ekki hikað við að endurvekja ýmsar venjur fyrri tíma og margar stofnanir fortíðarinnar eru nú endurmetnar. Rússnesk þjóðernishyggja með sovésku ívafi er nánast opinber stjórnarstefna. Þessi þróun hefur haft og mun hafa talsverðar afleiðingar. Rússland er sambandsríki og innan þess eru bæði „lýðveldi“ og ýmsar aðrar einingar sem njóta mismikils sjálfsræðis. Það má segja að það sé opin spurning um hvernig tengslin á milli stjórnvalda í Moskvu og þeirra yfirvalda um landið sem undir þau heyra, muni þróast í nánustu framtíð. Hvort sem hugsun ræður för eða tilfinningar eru ríkjandi, þá hefur aukin valdstjórn í Rússlandi haft í för með sér ákveðnari utanríkisstefnu og minni sáttfýsi gagnvart hagsmunum annarra ríkja, auk þess sem borið hefur á vilja til að sniðganga ýmsar reglur og viðmið alþjóðasamskipta.
Í málstofunni verða afleiðingar nýlegra breytinga á stjórnarstefnu í Rússlandi ræddar, ekki síst í ljósi hagsmuna smærri ríkja og sjálfsstjórnarsvæða í Rússlandi og Evrópu. Hvaða ályktanir ætti ríki eins og Ísland að draga um hvernig rétt er að móta stefnu til framtíðar gagnvart Rússlandi?
Fundarstjórn og inngangserindi
Rósa Magnúsdóttir, lektor í Rússlandsfræðum við Árósaháskóla
Sérstakur gestur
Sergei Medvedev, prófessor í stjórnmálafræði við Hagfræðiháskóla Moskvu
Þátttakendur í pallborði
Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði, Háskóla Íslands
Maximiliam Conrad, lektor í stjórnmálafræði, Háskóla Íslands