Growing Body of Evidence


Hvelfing
Aðgangur ókeypis

OPNA SÝNINGASKRÁ (Á ENSKU)

Listamennirnir Aneta Grzeszykowska, Colette Sadler og VARNA skoða í þessari sýningu hugtök eins og líkamleika, hið manngerða og tilbúna og það hvernig litið er á (manns)líkamann sem forsendu og flytjanda þekkingar. Afbygging sjálfsmyndar, líkamlegt minni og endurheimt innlifaðra athafna eru gegnumgangandi þemu í sýningunni. Hugleiðingar um uppsafnaða þekkingu mannslíkamanns og tengsl hans við sjálfið, söguna og hið andlega enduróma um rýmið og allt í kring fljóta sundurlausar endurminningar um fornleifafræði, nútíð og framtíðarfornleifafræði.

Sýningastjóri: Arnbjörg María Danielsen (IS)

Sýningin var sett upp sem hluti af Goethe Morph* Iceland, how we always wanted to have lived, í samstarfi við Goethe Institute.

MODEL, 2017
Sex innrammaðar ljósmyndir, stafrænt prent, 100 X 140 cm

ANETA GRZESYKOWSKA (PL)

Í þessari ljósmyndaröð vekur listamaðurinn tvífara sinn til lífs síns. Eftirmyndin sem birtist okkur í verkinu var framleidd í sérhæfðri verksmiðju en hún er nákvæm eftirlíking af höfði og búk listamannsins á skalanum einn á móti einum. Grzesykowska fer skref fyrir skref í gegnum ferlið sem felst í að mála sig, setja á sig augnhár og augabrúnir og nærmyndataka og innrömmun skapa þá blekkingu að viðfangið sé raunveruleg manneskja.

Bersöglar andlitsmyndirnar og notkun náttúrulegrar lýsingar eru eftirómur hinnar klassísku málaralistahefðar sem fólst í að birta raunsanna mynd af veruleikanum en á sama tíma ögrar ljósmyndaröðin ráðandi venjum í sjálfsmyndagerð. Ein viðleitni Grzesykowska snýst um að frelsa sjálfið sitt frá líkamanum, að á táknrænan hátt skilja sjálfsmynd sína frá hinum líkamlega miðli hennar. Með óbeinni vísun í fyrri verk sín rannsakar listamaðurinn möguleika ljósmyndunar til frjálsar sköpunar en hér er ljósmyndin sem slík notuð á einstaklega umhugsunarverðan hátt til þess að vekja persónu sem einungis er til á mynd til lífsins.

Með leyfi listamannsins og Raster Gallery Warsaw. 

ARK 1 – Towards a Future Archeology, 2021
Gjörningur/Innsetning, Blönduð tækni
COLETTE SADLER (DE/UK)

ARK 1 kannar tilviljanakenndar framtíðir menningarsamfélaga mannkynsins í ljósi þeirra breytinga sem gervigreindarbyltingin og loftslagshamfarir munu hafa í för með sér. Verkið er unnið útfrá mynd- og sviðslistaverki sem sýnt var á alþjóðlegu danslistahátíðinni Tanz Im August árið 2021 og er eins konar fornminjarannsókn á framtíðinni sem spyr knýjandi spurninga um hvernig saga mannkynsins mun verða skráð, minnst eða tæknilega endurvakin í eftirleik komandi hamfara.

Líftæknifyrirtækið VESSELS INC. smíðaði í skáldaðri framtíð geimskipið ARK 1 en það hafði þann tilgang að varðveita fjarlæga minningu um líf manneskjanna. Þegar gjörnýting auðlinda jarðarinnar og niðurbrot vistkerfa ógnuðu tilvist mannkynsins sendi VESSELS INC geimskipið ARK 1 út í geim. Þetta geimskip var útbúið gervigreindartækni sem varðveitti mannlegt líf og reynslu en um borð var algrím sem með varðveislu á hreyfingum dansarans Leah Marojevic gat endurskapað vöðvaminni mannlegrar reynslu.

Eftir þúsundir milljónir ára, var ARK 1 loks uppgötvað af hugsandi verum sem söfnuðu saman gögnunum úr þessu gamla geimskipi. Án nokkurrar þekkingar um líf á Jörðu, gátu verurnar út frá eftirlífsleifunum í geimskipinu gert geimsögulega skráningu um mannlegt líf.

Credit:
Presented in the context of Goethe Morph* Iceland, with the support of the Goethe-Institut and Nordic House Reykjavik. Alongside the original performance and video installation, this new exhibition commissioned for Goethe Morph Iceland contains visual arts works made by Sadler and in collaboration with artists Mikko Gaestel and Valentin Hertweck. Exhibition design by Valentin Herweck.

Performance Credits:
Artistic Direction, Video and Choreography: Colette Sadler
Video Design, direction and installation: Mikko Gaestel
Performance: Leah Marojevic
3D Animation and design: Alexander Pannier
Text: Colette Sadler in collaboration with an Artificial Intelligence GPT-2
Dramaturgical Support: Alan McKendrick
Costume Design: Colette Sadler/Theo Clinkard
Sound: Samir Kennedy, Mikko Gaestel & Heiko Tubbesing
Video voice over by Alicia Matthews

Funded by: Nationale Performance Netz “Stepping Out “ Fund, funded by the federal Goverment Comissioner for Culture and Media within the framework of the initiative “Neu Stadt Kultur” Assistance Program for Dance with additional investment from CREATIVE SCOTLAND open fund. Re-sidencies supported by The Work Room Glasgow, Tanzhaus NRW and Fabrik Potsdam

 

OQILIALLANNEQ / RELIEF, 2022
Vídeó/Myndbandsverk 17 min
VARNA (GL)

Verkið OQILIALLANNEQ / RELIEF eftir grænlenska listamanninn VARNA er marglaga athugun á margbreytileika þess að ná sáttum innri athafna og endurreisn andlegra venja inúíta eftir nýlendukúgun í veruleika þar sem enn er viðvarandi kerfisbundin kúgun. Í draumkenndum heimi tvinnar verkið saman persónuleg og söguleg hljóðbrot og myndmál sem leikur sér með staðalímyndir um inúíta í ýktri mynd – byggt á fagurfræði og eðli austur-grænlenska grímudanssins:  Afþreyingar þar sem ætlað er að vekja upp miklar tilfinningar, óstöðugleika og  stjórnleysi,  óvissu, ótta, skömm eða óstjórnlega gleði hjá áhorfendum. Þessi hefð varð til svo hægt væri að sætta sig við tilfinningalega veikleika manns sem er mikilvægur hæfileiki til þess að lifa af í öfgakenndu umhverfi norðurskautsins.

Sjónræn umgjörð verksins er vörpun inn í dystópískan tvísýnan tíma þar sem staðnaðar vestrænar stofnanaaðferðir til að varðveita óáþreifanlega menningu hafa sýnt lifandi andlega iðkun grænlensks trommudans sem einungis hlut og minjar fortíðar. Öfugt við myndheiminn býður hljóðheimur verksins upp á lifandi líkamleika og endurtengingar við breytileika og innsæi forfeðraarfleifðarinnar.

Credits:
VARNA, drum, vocals, concept
Salka Valsdottir, sound design and production
Arnbjörg María Danielsen, video direction
Anders Berthelsen, cinematography
Blair Alexander, video editor
Henrik Suersaq, costume design
Katinnguaq Heilam Jensen, makeup
Nini Karo Aviaaja Kleist, hair
Ivana Sakariassen Knudsen, camera assistant

12th September – 18th December 2022
GROWING BODY OF EVIDENCE
Open 10–17

Coverphoto from the series Model by Aneta Grzeszykowska