Í sviðsljósinu: Færeyjar og Grænland -Riff
19:00
Í sviðsljósinu: Færeyjar og Grænland
1 Oktober
19:00
Strákar
Sunniva Sundby FRO / 7 min
Hvað gerir hópur unglinga í kirkjugarði um mitt sumar? Ekki það sem þú heldur. ‘Strákar’ er innsýn í heim unglingagengis í Færeyjum.
Brestur
Andrias Høgenni FRO / 19 min
Í örvæntingafullri tilraun til að forðast handtöku taka þjófarnir Gitte og Frank áhættu á að fremja enn verri glæp. Í stað einfalds innbrots á vetrarnóttu, horfast þau í augu við líf og dauða.
Dalur
Heiðrik á Heygum FRO 2015 / 30 min
Sakbitinn leigubílstjóri ekur örvæntingafullum farþega á áfangastað. Á leiðinni fléttast örlög þeirra sama og þau átta sig á að þau þurfa að færa síðustu fórnina.
STG
Aka Hansen GLR / 22 min
Small Time Giants hafa fyrir löngu sigrað popprokk hjörtu fólksins heima á Grænlandi. Nú stefna þeir á að leggja Evrópu undir sig. En leiðin að velgegni erlendis er grýtt.
Tunnan
Jónfinn Stenberg and Jóannes Lamhauge FRO 2015 / 28 min
Færeyskur maður opnar tunnu í kjallaranum með vinum sínum. Að komast að því hvort innihaldið er vískí eða tréspíri er vandræðaleg valdabarátta milli mannanna sem verða að halda tilvist tunnunnar leyndri.