50 hættulegir hlutir !
Hefur þú sleikt níu volta batterí? Tekið lokið af pottinum á nákvæmlega sama tíma og poppmaísinn springur? Kveikt á eldspýtu og beðið þar til hún brennur út? Aldrei? Þá er sýningin 50 hættulegir hlutir! – eitthvað fyrir þig! Sýningin rannsakar allt það sem börnum er yfirleitt sagt að vara sig á eða forðast. Stórhættulegt leikhús sem reynir á þolmörkin. Sýningin er byggð á bókinni 50 Dangerous Things eftir Julie Spiegler og Gever Tulley. Sviðsetning er í höndum Live Art Denmark, sem ætla að sýna sýninguna í Norræna Húsinu í samstarfi við Unga Festival.
Sýningin er á dönsku, en verður túlkuð á íslensku á sama tíma.
Aðgangur á viðburðinn er ókeypis. Vinsamlegast mætið 30 mínútum fyrir sýningu til að tryggja ykkur miða.
ASSITEJ eru alþjóðleg samtök fagfólks sem gerir sviðslistir fyrir yngri áhorfendur.
9. apríl
Sýning kl: 12:00 – 13:00
Sýning kl: 15:00 – 16:00
10. apríl
Vinnustofa kl: 13:00 – 15:00