ESKIMO – Mynd frá 1933


15:00

ESKIMO – kvikmynd frá 1933

ESKIMO ( einnig þekkt sem Mala the Magnificent and Eskimo Wife-Traders) er bandarísk „Pre-Code“ drama.  Myndin er byggð á bókunum Der Eskimo og  Die Flucht ins weisse Land eftir danska landkönnuðinn og rithöfundinn Peter Freuchen.

Kvikmyndinni var vel tekið af gagnrýnendum á frumsýningunni 14. nóvember 1933 og hlaut fyrst kvikmynda verðlaunin „Academy Award for Best Film Editing“.

Peter Freuchen skrifaði handritið að þessari Hollywood kvikmynd, byggði snjóhús fyrir hana og lék einnig í myndinni.  Eskimo var fyrsta kvikmyndin þar sem talað var á tungumáli frumbyggja í Ameríku (Inupiat) og fyrsta kvikmyndin sem var kvikmynduð í Alaska.  Við kvikmyndunina voru veiðisiðir og ýmsar menningarlegar athafnir frumbyggja Alaska myndaðar og þannig varðveittar.  Framleiðsla myndarinnar fór fram  í Teller í Alaska þar sem aðstæður voru skapaðar og byggt upp svo að hægt væri að koma bæði fólki og tækjum fyrir svo og vinnuaðstöðu.

ESKIMO verður frumsýnd á Íslandi í Norræna húsinu mánudaginn 18. apríl kl. 15:00.

Áður en kvikmyndin hefst verður kynning á henni sem Lawrence Millman flytur á ensku.  Sýningartími er 101 mínúta.

Velkomin!

Ókeypis aðgangur