Þann 1. febrúar 2025 mun kaffihúsið Plantan opna bistró hjá okkur. Plantan bistró verður veitingastaður og veisluþjónusta sem mun bjóða upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla verður lögð á heilnæman og góðan mat, bakkelsi bakað á staðnum og gott kaffi. Allt á boðstólnum verður plöntumiðað og úrvalið mun rúlla aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín.
Eigendur Plöntunar eru þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Bernódus Óli Einarsson og Júlía Sif Liljudóttir. Sum kannast eflaust við þau frá Plantan kaffihús sem staðsett er á Njálsgötu 64.
Við hlökkum mikið til að taka á móti Plantan bistró og bjóðum þau velkomin í Norræna húsið!