Pikknikk tónleikar í gróðurhúsi Norræna hússins

OPIÐ fyrir UMSÓKNIR: Pikknikk Tónleikaraðar Norræna hússins 2018

Vilt þú spila tónlist í Vatnsmýrinni í sumar?

Pikknikk Tónleikaröðin er einn vinsælasti viðburður Norræna hússins og fastur liður í menningardagskrá þess. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins á sumrin og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur. Frítt er inn á alla tónleikana og einkum vinsælt er að sitja á grasinu í kring og njóta léttra veitinga þar sem tónlistin sameinast náttúrunni í eina fallega heild.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir Pikknikk tónleikaröðina sumarið 2018.

Við leitum að:
– Tónlist sem hentar vel að flytja utandyra án mikils hljóðkerfis.
– Tónlistarmönnum sem hafa gaman að því að tala við áhorfendur og kynna lög sín.
– Tónlist sem höfðar bæði til íslendinga og til ferðamanna.
– Tónlistarfólki/hljómsveitum sem getur spilað í takmörkuðu rými.
– Tónlist með norræna tengingu. Ath, ekki krafa.

Ef þú hefur áhuga á því að spila á Pikknikk Tónleikaröðinni 2018 sendu tölvupóst á umsjónarmann tónleikanna, Mikael Lind, fyrir 30. mars 2018. Í umsókninni skal koma fram; stutt lýsing á tónlistarmanni/hljómsveit, linkar á tóndæmi og/eða myndbönd. Þátttakendur fá greitt fyrir tónleikana.

Pikknikk Tónleikaröð Norræna hússins
Mikael Lind
Netfang: mikaellind@nordichouse.is