Öskudagur í Norræna húsinu
17.2.2021
Ungir gestir sem koma í barnasýninguna Eggið á Öskudaginn og gera sögupersónu með aðstoð safnkennara fá eitthvað sætt að launum. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera með grímur.
Vinsamlega skráið ykkur hér.
Vetrarfrí – ókeypis námskeið fyrir börn á öllum aldri
22.–23. febrúar
Leirsmiðja — Hvað óttast þú mest?
09:00–11:30
Leirsmiðja fyrir 8–12 ára þar sem hugtakið ótti og hræðsla eru í aðalhlutverki. Með því að búa til fígúrur, skrímsli og bakgrunna sem lýsa aðstæðum sem við hræðumst mest, verða þær kannski minna ógnvekjandi. Lýsing og ljósmyndun verður notuð til að skrásetja mismunandi stig ferlisins og á lokadaginn verður gert sameiginlegt ógnvekjandi lokaverk!
Hreyfimyndasmiðja í tengslum við sýninguna Undirniðri
13:00–16:00
Ari H.G. Yates kennir 13 ára og eldri vandaða hreyfimyndasmiðju þar sem notast verður við leir og annan efnivið. Hann fer í gegnum allt ferli kvikmyndagerðar og kennir aðferðir við að skapa bæði sögulínu og myndhandrit. Þema smiðjunar byggist að miklu leiti á sýningunni Undirniðri. Mælt er með að koma með spjaldtölvu en ekki nauðsynlegt. Áhugasamir eiga kost á framhaldsnámskeiði.
Föndraðu þína eigin sögupersónu!
10:00–16:30
Eggið, gagnvirk barnasýning sem er byggð á samnefndri barnabók eftir Linda Bondestam, verður opin fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára og fjölskyldur þeirra. Sýningin er staðsett á barnabókasafni Norræna hússins og í tengslum við hana er til staðar efniviður sem hugmyndaríkir gestir geta notað til að föndra sína eigin sögupersónu. Leiðbeinandi verður á staðnum á meðan opnun sýningarinnar stendur og er talandi á íslensku, ensku og sænsku.
Klukkan 11 og 13 báða dagana verður upplestur á bókinni og áheyrendum verður boðin leiðsögn um sýninguna.
Sögustundir um helgar
Sögustundir á laugardögum eru hafnar á ný og eru í boði á flestum Norðurlandamálunum: norsku, dönsku, íslensku, sænsku og finnsku á laugardögum í barnabókasafni Norræna hússins. Lesið er úr bókum eftir bæði íslenska höfunda og höfunda frá hinum Norðurlöndunum. Eftir upplesturinn er tilvalið að leika sér í Barnahelli en þar er að finna barnabækur, spil, litil og leikföng. Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin ásamt fjölskyldum sínum.
Sögustundir eru birtar á viðburðadagatali.