Norræna húsið auglýsir eftir sýninga- og verkefnafulltrúa

Hefur þú áhuga á menningu og listum?

Norræna húsið í Reykjavík er vettvangur norrænna lista, menningar, tungumála og þjóðfélagsumræðu. Öll okkar starfsemi hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Við stefnum að kolefnishlutleysi og leggjum áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Norræna húsið býður upp á framsækna og þýðingarmikla dagskrá á sviði lista, bókmennta og samfélagslegra málefna allan ársins hring.

Við leitum að skapandi einstaklingi til að sinna móttöku sýningagesta og sjá um litlu hönnunarbúðina okkar í Hvelfingu Norræna hússins. Önnur verkefni eru m.a vöktun sýninga og aðstoð við skipulagningu og framkvæmd viðburða í húsinu.  Krafa er um menntun í listum og menningu og reynslu af sambærilegum störfum.  Við leitum að sveigjanlegum einstaklingi með mikla þjónustulund sem á auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í hópi.

Frekari upplýsingar veitir forstjóri Norræna hússins, Sabina Westerholm, í tölvupósti sabina@nordichouse.is eða í síma 551 7030. Umsóknir skal senda inn á ensku ásamt ferilskrá á sama netfang fyrir 30. nóvember 2020.

Um er að ræða fullt starf. Ráðið er til eins árs og þarf viðkomandi að þarf geta hafið störf þann 4. janúar 2021.