Merete Pryds Helle: Nora

Nora

Roman (dansk)
Merete Pryds Helle: Nora, 2019

Sagan er ein af þremur endurgerðum á leikverkum Ibsen og hér er á ferðinni endurgerð á Dúkkuheimilinu. Hin unga og ástfangna Nora yfirgefur heimili sitt, giftist Torvald, eignast barn og gefur sig alfarið að síversnandi þunglyndi eiginmanns síns en á sama tíma íhugar hún framtíð sína og leit sína að þekkingu. En það er nú svo að halda uppi ímynd hamingjusams hjónabands krefst margra fórna af hálfu Nora sem finnst hún fangi í eigin veruleika. Hún leggur allt að veði og ferðast, með Torvald, í suðrið í leit að lækningu fyrir hann. Á sama tíma kynnist hún sterkum sjálfstæðum konum, sér eiginmann sinn í réttu ljósi og brýst úr viðjum vanans og undan þeim gildum sem áttu við um konur þess tíma. Lestu bókina og reyndu að gera þér í hugarlund hvernig það hefur verið fyrir Noru að safna upp hugrekki og yfirgefa heimili sitt, eiginmann og börn.

Myndir: Alt.dk og fra Plusbog