Crime novel (Danish)
Niels Krause-Kjær: Mørkeland, 2019
Pólitísk spennusaga þar sem embættismaður er myrtur stuttu fyrir komandi Alþingiskosningar. Eldri blaðamaður, hokinn af reynslu og nýútskrifaður lærlingur, komast á slóð svika innan hóps stjórnmálamanna og opinberra embættismanna sem líta á sjálfa sig sem andspyrnuhreyfingu seinni heimsstyrjaldar. Sagan er sjálfstætt framhald fyrstu skáldsögu Krause-Kjær, Kongeblake (2000) sem gerð var bíómynd eftir. Höfundur þekkir vel til allra króka og kima stjórnmálanna og setur fram áhugaverðar skoðanir á þróun fjölmiðla, pólitískum populisma og stöðu Evrópu í dag. Persónur bókarinnar eru tilbúningur en við nánari athugun má greina sumar þeirra í stjórnmálum dagsins í dag.
Billede fra K – Danish Art Foundation.