Skáldsaga (danska)
Kirsten Thorup: Indtil vanvid, indtil døden, 2020
Átakanleg saga um brjálæði mannsins og líf og dauða á tímum skelfingar og ofstækis. Hin danska Harriet er ekkja eftir að maðurinn hennar, sem var yfirmaður í þýska flughernum, er skotinn niður yfir austur vígstöðvunum 1942. Í örvæntingarfullri leit að leið út úr sorginni skilur hún tvö ung börn sín eftir í Danmörku og ferðast til Munchen. Þar fær hún inni í nokkra mánuði hjá dönsk / þýskum hjónum. Húsbóndinn er yfirmaður í Luftwaffe og því eru gestgjafarnir hluti af yfirstétt þýska nasistaflokksins. Eftir því sem líður á söguna verður Harriet vitni að hroðalegum örlögum fólks undir skelfilegri pressu öfga ofstækis og illsku. Harriet reynir hvað hún getur að bjarga sér og öðrum en má sín lítils gegn áróðursmaskínu Göbbels og flýr aftur heim til Danmerkur. Sagan nær tökum á lesandanum og skilaboðin um illsku og róttæk stjórnarform eru ætíð góð lesning og áminning.