Í þessari myndbandaröð beinum við sjónum að nýjum og áhugaverðum áherslum í norrænum bókmenntum. Í þessu myndbandi er þemað “Jaðar norðursins”.
Það er ekki hlaupið að því að skilgreina jaðar norðursins. Í öllum löndum má finna fámennar byggðir sem vekja áhuga og eftirtekt. Þessi smáu samfélög eru grandskoðuð í bókmenntum og lýst af bæði næmni og kærleika sem samfélögum þar sem pláss er fyrir alla.
Við mælum sérstaklega með þremur bókum sem taka fyrir fámenn byggðarlög í útjaðri norðursins: Jag for ner till bror eftir Karin Smirnoff (SE), Naasuliar Darpi (Blomsterdalen) eftir Niviaq Korneliussen (GR) og Juolgevuođđu (Såle) eftir Niillas Holmberg (FI).
Vi, de druknede – Carsten Jensen, Hvis det skulle komme et menneske forbi – Thomas Korsgaard, På Bornholm må man græde overalt – Martha Flyvholm Tode, Populärmusik från Vittula – Mikael Niemi, Og sådan blev det – Maren Uthaug, När vändkrets läggs mot vändkrets – Mikaela Nyman, Hvitt Hav – Roy Jacobsen, Ø – Siri Ranva Hjelm Jacobsen, De Osynliga – Roy Jacobsen.