The Wait – Nordic Film Festival
17:00
The Wait /Mon de kommer om natten?
26.2. kl. 17 + umræður.
(DK – 2016)
Leikstjóri: Emil Langballe
58 mín – Heimildarmynd
Rokhsar Sediqi er fjórtán ára stúlka sem er á flótta frá Afganistan til Danmerkur ásamt föður sínum, móður og fimm systkinum en hefur beðið í fjögur ár eftir dvalarleyfi. Danska útlendingaeftirlitið efast um að fjölskyldan yrði ofsótt ef hún sneri heim til Afganistan sem þýðir að þeim hefur verið neitað um hæli mörgum sinnum. Rokhsar er sú eina í fjölskyldunni sem talar reiprennandi dönsku svo það lendir á henni að kljást við útlendingastofnun, lögfræðinga og ýmis góðgerðarsamtök. Álagið sem þessu fylgir er gríðarlegt og hefur mikil áhrif á hana.
Norðurlönd í fókus standa fyrir umræðum eftir myndina. Við fáum til okkar Kristjönu Fenger sem starfar sem lögfræðingur hjá Rauða Krossinu á hjálpar- og mannúðarsviði og Kinan Kadoni sem kom sem umsækjandi um alþjólega vernd frá Sýrlandi til Belgíu. Síðan Kinan fékk hæli í Belgíu hefur hann starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinu í Belgíu og á Íslandi með hælisleitendum og flóttafólki. Einnig starfaði hann sem túlkur í flóttamannabúðum í Lesbos.
Mon de kommer om natten? vann til nokkra verðlauna á Alþjóðlegu barnamyndahátiðinni í Chicago 2017.
,,Kvikmyndin er frásögn af því hvernig yfirvöld bregðast hundruðum barna hælisleitanda í Danmörku. Börnum sem, líkt og Rokhsar, eru neydd af kerfinu til að vera þýðendur fyrir foreldra sína á meðan þau bíða í mörg ár eftir svari frá ómannúðlegu og steinrunnu kerfi og búa þau við stöðugan ótta við að vera flutt úr landi.“ – Emil Langballe
Enskur texti og aðgangur er ókeypis