Sýningar fyrir skólahópa – menntaskóli


13:00

Í tilefni af Nordic Film Festival býður Norræna húsið upp á sérstakar skólasýningar fyrir nemendur og kennara. Hægt er að velja um tvær myndir á grunnskólastigi og tvær á menntaskólastigi. Nánar um myndirnar hér fyrir neðan. Allar myndirnar eru með enskum texta og umræður fara fram á ensku. Pláss er fyrir 80 nemendur í salnum.

Skráning: info@nordichouse.is

 

BUGS (DK) 

Sýningartími: föstudaginn 10. mars kl. 10:00 + spurt og svarað með leikstjóranum og Búa Aðalsteinsyni.

Leikstjórinn Andreas Johnsen (DK) verður gestur Nordic Film Festival í Norræna húsinu þann 10. mars kl. 20. Eftir myndina ræðir hann ásamt Búa Bjarmari Aðalsteinsyni við áhorfendur um vestrænar hugmyndir um skordýraát. Búi rataði í heimspressuna fyrir þremur árum þegar hann skilaði lokaverkefni sínu í LHÍ, „Fly Factory,“ sem er vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð.

 

Að borða skordýr, er ekkert nýtt – hvers vegna finnst öllum Vesturheimi það ógeðslegt?

Undanfarin þrjú ár hefur hópur vísindamanna og matreiðslumeistara frá Kaupmannahöfn, Nordic Food Lab, ferðast um heiminn til fræðast um venjur og hefðir í skordýramatargerð. Teymið sem samanstendur af Josh Evans, Ben Reade og Roberto Flore ferðaðist m.a til Ástralíu, Mexico, Kenýa, Japan þar sem þeir smakka, elda og ræða við fólk um þennan mikilvæga prótíngjafa sem tveir milljarðar manna neyta reglulega.

Andreas Johnsen gerir myndir til að svala eigin forvitni. Að búa til heimildarmyndir er hans leið til að rannsaka, upplifa og skilja heiminn betur. Þegar Andreas langar að læra meira um Kína og pólitíska ritskoðun gerir hann mynd um Ai Weiwei. Þegar hann sér mörgum spurningum ósvarað varðandi fæði í framtíðinni fer hann í heimsreisu með Nordic Food Lab og kynnir sér málið. Andreas hefur verið duglegur við leikstjórn og framleiðslu síðan 2002 og fengið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar.

Sýnishorn

Kennsluefni í boði.

  • According to the Food and Agriculture Organization of the United Nations, FOA, insects should be a significant part of our protein source in the future if we want to avoid food shortages. But can we change our Western habits and learn to eat insects? Which factors come into play, when we want to affect food culture?

 

 

Dugma: The Button (NO)

Sýningartími: föstudaginn 10. mars kl. 13:00 +  Leikstjórinn Pål Refsdal verður viðstaddur sýningu myndarinnar til að standa fyrir svörum áhorfenda.

Hvað fær fjóra unga menn til þess að fremja sjálfsmorðsárásir? Á meðan flestir í hinum vestræna heimi veltu þessari spurningu fyrir sér fór kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn Paul Refsdal á svæðið og kannaði málið.

Dugma: The Button er umdeild og margverðlaunuð heimildarmynd sem byggir á viðtölum við ólíkan hóp einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vinna fyrir Al Qaeda í Sýrlandi. Í myndinni fáum við m.a. að kynnast manni frá Sádí-Arabíu sem elskar að syngja og borða steiktan kjúkling og hvítum 26 ára gömlum Breta sem nýlega tók upp múslímska trú og hefur miklar áhyggjur af eiginkonu sinni. Dugma: The Button, sýnir okkur síðustu daga þessara ,,fórnarlamba“ sem öll bíða þess að taka þátt í heilögu stríði og sprengja sig í loft upp (Dugma).

Pål Refsdal er umdeildur, áhugaverður leikstjóri og fyrrum blaðamaður fyrir norska herinn. Hann var fangi Talibana árið 2009 þar sem hann tók upp múslímska trú. Pål hefur unnið með og fjallað um fjölda uppreisnarhópa um allan heim.

Sýnishorn