Ragnheiður Gröndal TÓNLEIKARÖÐ NORRÆNA HÚSSINS


21:00

Miðasala

Ragnheiður Gröndal (söngur og píanó) og Guðmundur Pétursson (gítar) hafa lengi haft áhuga á íslenskri þjóðlagatónlist og tilheyrir hún hefð sem er að mestu leyti horfin og fáar reglur hafa verið skrifaðar. Sú staðreynd opnar fyrir persónulega tjáningu, nýjar uppgötvanir og listrænt frelsi. Þess vegna má segja að tónlist tvíeykisins sé hefðbundin, nútímaleg og framsækin allt í senn. Tónlistin sem leikin verður á tónleikaröð Norræna hússins er blanda af eldra efni, nýju efni og íslenskum þjóðlögum.

Hlusta á Spotify

 

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í þriðja skipti í sumar með fjölbreyttri dagskrá og áhugaverðum tónlistarmönnum. Þetta ár kynnum við  fjögur atriði frá hinum Norðurlöndunum ásamt sex íslenskum atriðum. Tónleikaröðin inniheldur eitthvað fyrir alla; þjóðlagatónlist, djass, klassík og popp.

Tónleikaröð Norræna hússins sumarið 2019

12. júní Ragnheiður Gröndal
19. júní Tómas R. Einarsson
26. júní Teitur (FO)
3. júlí Geir Draugsvoll & Mette Rasmussen (NO)
10. júlí GYDA
17. júlí Mattias Nilsson (SE)
24. júlí  Svavar Knútur
31. júlí Mirja Klippel (FI) & Alex Jonsson (DK)
7. ágúst Einar Scheving
14. ágúst ADHD

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu hefur opið fyrir matargesti fyrir tónleikana og býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Panta borð

Viðburðadagatal Norræna hússins