Magnus + Skákmót fyrir 10-18 ára.


13:00

Skákviðburður fyrir ungt fólk verður haldinn eftir sýningu heimildarmyndarinnar um norska skákmeistarann Magnus Carlsen

Myndin Magnus er sýnd 12. mars kl. 13:00. Eftir myndina er ungu fólki á aldrinum 10-18 ára boðið að taka þátt í skákmóti (hraðskák).  Skáksamband Íslands skipuleggur viðburðinn í samstarfi við Norska Sendiráðið.  Verðlaunahafi hlýtur spennandi gjöf frá Norska sendiráðinu. Viltu vera með?  Sendu póst á Silje.Beite.Loken@mfa.no með nafni og aldri fyrir 9. mars.

Myndin MAGNUS er sýnd kl. 13:00. Mótið fer fram á milli kl. 15:00 – 17:00.

Magnus (NO)

Magnus Carlsen hefur verið kallaður “ Mozart of Chess“ þar sem hann hefur til að bera kunnáttu og greind stórmeistara í skák ásamt framúrskarandi frumleika og innsæi. Magnus er einstök saga ungs manns sem reis upp úr vítahring eineltis í það að verða ein skærasta stjarna og leiðandi í heimi stórmeistara í skák. Magnus býður áhorfendum ekki aðeins að heyra um hinn magnaða og einstaka keppnisheim í skák, heldur líka að kynnast örlítið huga manns með snilligáfu.

Sýnishorn

Bóka miða    Sýningartími    Dagskrá

 

Frumsýnd: 2016

Leikstjórn: Benjamin Ree

Tegund: Heimildarmynd

Lengd: 1 klst. 16 mín.