HönnunarMars – Norsk klassík á íslenskum heimilum


10-17 Lokað á mánudögum

Leynast norskar hönnunargersemar á þínu heimili?

Við bjóðum alla velkomna að taka sér smá pásu og setjast í norska stóla sem eru orðnir 20. aldar íkon og komnir aftur í framleiðslu. Hér getur maður fræðst um norska klassík, sem er vel falin perla í hönnunarsögu Norðurlanda.

Fyrirtækið Fjordfiesta teflir fram farsælli norskri hönnun frá tímabilinu sem kallað hefur verið „mid-century modern“. Á þessum tíma komu margir íslenskir sjómenn til Noregs að landa síld og tóku ósjaldan norskar mublur með heim. Leyndust kannski fjársjóðir á borð við Tandberg græjur, Falcon hægindastóla og Bruksbo borð á heimili þínu?

Sýningin er bæði kynning á vörum frá Fjordfiesta, ferðalag til baka í tímann og norska framlagið á HönnunarMars 2020.

 

Dagskrá HönnunarMars í Norræna húsinu