Flekar – Pikknikk tónleikar
15:00-16:00
Flekar er hljómsveit þriggja drengja sem semja tónlist svipað og „bútasaumsteppi“. Tónlistin er óhefðbundin og liggur mitt á milli þess að vera þjóðlagatónlist og sýrupopp. Í stuttu máli: þú vilt ekki missa af þessum tónleikum Fleka. Flekar er ný hljómsveit og fyrsta platan er á leiðinni.
Viðburðurinn er á facebook hér.
Norræna húsið opnar glerdyrnar að nýju og býður þér á tónleika undir björtum himni, alla sunnudaga í sumar kl. 15:00. frá 24. júní – 19. ágúst 2018. Tónleikaröðin fer fram í fallegu umhverfi gróðurhúss Norræna hússins og laðar að sér bæði íslenska og erlenda tónlistarunnendur.
Frítt er inn á alla tónleikana.
Veitingarsala á Aalto Bistro.
Dagskrá
24. júní. Ari Árelíus (IS)
1. júlí. Ösp Eldjárn (IS)
8. júlí. Snorri Helgason (IS)
15. júlí. Silja Rós (IS)
22. júlí. Teitur Magnússon (IS)
29. júlí. Flekar (IS)
5. ágúst. Nightjar (SE)
12. ágúst. Malin Thunell (SE)
19. ágúst. Hildur Vala (IS)