Bugs (DK) – Q&A sýning
20:00
Bugs (DK) – Q&A sýning
Sýnd föstudaginn 10. mars kl. 20:00. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
Leikstjórinn Andreas Johnsen (DK) verður gestur Nordic Film Festival í Norræna húsinu þann 10. mars kl. 20. Eftir myndina ræðir hann ásamt Búa Bjarmari Aðalsteinsyni við áhorfendur um vestrænar hugmyndir um skordýraát. Búi rataði í heimspressuna fyrir þremur árum þegar hann skilaði lokaverkefni sínu í LHÍ, „Fly Factory,“ sem er vélrænt skordýrabú sem hefur það að markmiði að ala lirfur í matargerð.
Andreas Johnsen gerir myndir til að svala eigin forvitni. Að búa til heimildarmyndir er hans leið til að rannsaka, upplifa og skilja heiminn betur. Þegar Andreas langar að læra meira um Kína og pólitíska ritskoðun gerir hann mynd um Ai Weiwei. Þegar hann sér mörgum spurningum ósvarað varðandi fæði í framtíðinni fer hann í heimsreisu með Nordic Food Lab og kynnir sér málið. Andreas hefur verið duglegur við leikstjórn og framleiðslu síðan 2002 og fengið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar.
Að borða skordýr, er ekkert nýtt – hvers vegna finnst öllum vesturheimi það ógeðslegt?
Undanfarin þrjú ár hefur hópur vísindamanna og matreiðslumeistara frá Kaupmannahöfn, Nordic Food Lab, ferðast um heiminn til fræðast um venjur og hefðir í skordýramatargerð. Teymið sem samanstendur af Josh Evans, Ben Reade og Roberto Flore ferðaðist m.a til Ástralíu, Mexico, Kenýa, Japan þar sem þeir smakka, elda og ræða við fólk um þennan mikilvæga prótíngjafa sem tveir milljarðar manna neyta reglulega. Sýnishorn
”BUGS is one of most compelling documentaries about food in the past few years” – John Wedemeyer.
Bóka miða Sýningartími Dagskrá
Frumsýnd: 2016
Leikstjóri: Andreas Johnsen
Tegund: Heimildarmynd
Lengd: 1h 16 min.