We are hiring

The Nordic House in Reykjavík seeks a Technician 100% position that speaks both Icelandic and one of the Nordic languages Danish, Norwegian ore Swedish.

 

Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?

–  Þú hugsar í lausnum og hefur frábæra þjónustulund

–  Þú getur haldið ótal boltum
á lofti í einu

–  Þú vinnur skipulega og hefur góða yfirsýn

–  Þú átt auðvelt með að tileinka  þér nýja tækni

–  Þú ert líkamlega sterk/ur og ræður við að flytja til húsgögn

Helstu viðfangsefni:

–  Undirbúa viðburði í og við húsið

–  Sjá um tæknimál á fjölbreyttum viðburðum

–  Stilla upp búnaði og ganga frá eftir viðburði

–  Sjá til þess að húsið líti snyrtilega út og allt sé í standi

–  Hjálpa til við uppsetningu sýninga

–  Þjónusta gesti og viðskiptavini hússins

 

Hæfniskröfur:         

Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af því að vinna með viðburði og tæknimál þeim tengdum, þ.á.m. ljós, hljóð, glærukynningar, kvikmynda­sýningar o.þ.h. Viðkomandi þarf að skilja og geta tjáð sig á íslensku og ensku. Færni í skandinavísku tungu­­máli er kostur. Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og ábyrgum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Vinnutími miðast við alla virka daga frá kl. 10.00–18.00.

Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.

Um er að ræða nýja stöðu. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um Norræna húsið má finna
á www.norraenahusid.is.

Athugið aðeins er tekið á móti umsóknum á www.norden.org

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Umsjón með ráðningu hefur Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri, og veitir hún upplýsingar um starfið í síma 551 7030 eða í gegnum netfangið  thorunnst@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til og með  1. nóvember 2016.