Knowledge that works – the future of Nordic welfare and proposals for increased cooperation


12:00 - 13:30

On the occasion of the publication of a new report by Árni Paul Árnason on Nordic welfare, the Nordic Region in focus invite to an open meeting at the Nordic House, October 18th at 12-13: 30 to discuss the future Nordic welfare and proposals for enhanced cooperation. The meeting is open for everyone and will be in Icelandic.

Síðastliðið sumar tilkynnti Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, að hann hefði fengið Árna Pál Árnason, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra, til að vinna stefnumótandi úttekt á samstarfi Norðurlandanna á sviði félagsmála.

Úttektinni var ætlað að greina þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir á sviði velferðarmála og hvernig hægt sé að nýta norrænt samstarf til að mæta þeim.

Árni Páll Árnason mun afhenda Annika Strandhäll, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, skýrsluna 16. október nk. í Stokkhólmi. Af því tilefni mun Árni Páll einnig kynna skýrsluna sérstaklega á Íslandi þann 18. október kl. 12 í Norræna húsinu. Farið verður yfir helstu niðurstöður skýrslunnar, sem ber heitið: Þekking sem nýtist: tillögur um eflt norrænt samstarf á sviði félagsmála. Hverjar verða helstu áskoranir í velferðarþjónustu á næstu árum? Er til eitthvað sem heitir Norrænt velferðarmódel? Hvar stendur Ísland í norrænum samanburði?

Úttektin er sú sjötta sem unnin er í norrænu samstarfi. Thorvald Stoltenberg reið á vaðið með svonefndri Stoltenbergskýrslu um sóknarfæri í norrænu samstarfi á sviði varnar- og öryggismála. Nú síðast hafa Bo Könberg, fv. heilbrigðisráðherra Svíþjóðar gert stefnumótandi úttekt á samstarfi um heilbrigðismál, Poul Nielson, fv. vinnumálaráðherra í Danmörku á vinnumálasamstarfinu, Tine Sundtoft, fv. umhverfisráðherra Noregs á umhverfissamstarfi og Jorma Ollila, fv. forstjóri Nokia á samstarfi í orkumálum.

Að loknu erindi Árna Páls taka við pallborðsumræður um úttektina og málaflokkinn. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða, auk Árna Páls: Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra.

Fundurinn fer fram í sal Norræna hússins 18. október kl. 12-13:30.

Fundurinn er öllum opinn og fer fram á íslensku.