Seminar: Live community
10:00-16:00
The Society Living Community will hold a seminar at the Nordic House Saturday November 3., the event is open to everyone and free admission. The keynote will be in English.
Samtökin voru stofnuð í Reykjavík 21. apríl 2018 og segja má að stofnunin sé viðbrögð við þeim aðstæðum í húsnæðismálum að:
- fjármagnið hefur fengið forgang fram yfir neytandann
- neytendafélögum og einstaklingum hefur verið gert örðugt um fjármögnun
- deiliskipulag hefur verið gert íþyngjandi
- leigumarkaður í hagnaðarskyni fengið frítt spil
- einhliða stofnanatilboð til aldraðs fólks
- vaxandi aðskilnaður hópa í samfélaginu eftir t.d. efnahag, aldri og uppruna
Samtökin telja ríka þörf fyrir að draga úr einangrun fólks, auka samvinnu og samstarf með breyttri búsetu og eflingu deilisamfélagsins. Lifandi samfélag ætlar sér að benda á kosti þess að unnið sé að gagnkvæmri aðstoð nágranna á skipulagðan hátt. Samtökin nýta sér reynslu sína frá Danmörku, Ameríku og fleiri löndum, (Bofællesskab/Co-housing/Co-operative Housing) en skapa samt eigin útgáfu af nágrannasamfélagi og viðhalda sjálfsforræði einstaklinga sem lengst. Þegar nægilega margir hafa gengið til liðs við samtökin er hægt að mynda hópa sem vilja vinna saman. Menn koma sér saman um markmið og leiðir á skipulegan hátt og tala sig saman áður en farið er í framkvæmdir. Þetta getur tekið langan tíma, en ef litið er til þess sem vel hefur reynst annars staðar er hægt að stytta undirbúningstímann.
Lifandi samfélag ætlar sér því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fræðslu fyrir félagsmenn og aðra áhugamenn og auðvelda þannig stofnun búsetufélaga af þessu tagi. Þannig ætlar Lifandi samfélag sér ekki að standa sjálft í framkvæmdum, en skapa skilyrðin með því að vera umræðuvettvangur og þekkingarbanki fyrir þá sem vilja taka sig saman og stofna búsetufélög af þessu tagi.
Við viljum vinna í góðri sátt og samvinnu við ríki og sveitarfélög að verkefnum okkar og áformum. Samtökin eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Við erum með því að hvetja til þess að hægt verði fyrir fjölbreyttan hóp í aldri og uppruna að stofna eigið nágrannasamfélag. Stefnt er að því að samtökin geti orðið landssamtök.
Dagskrá:
Aðalfyrirlesari: Rudy Madsen frá Odense
Kl. 10:00 – Þátttakendur boðnir velkomnir og kynning á dagskránni – (Magni og Rudy)
Kl. 10:10 – Saga samtaka um nágrannafélög í Danmörku og kostir þess að vera félagi – Bofællesskab.dk
Kl. 10:30 – Hvernig stofnar maður samtök um nágrannafélög
Kl. 11:00 – Að byggja upp sterkt samfélag
Kl. 11:30 – Að viðhalda og efla nágrannasamfélag eftir stofnun þess
Kl. 11:50 – Spurningum svarað
Kl. 12:00 – Hádegisverður
Kl. 13:00 – Hópar myndaðir til að vinna úr upplýsingum
Kl. 13:15 – Hópavinna með áherslu á að stofna nágrannasamfélög
Kl. 14:45 – Kaffi og te
Kl. 15:00 – Hvernig vinnuhópar eru myndaðir til að viðhalda starfinu í samtökunum
Kl. 15:15 – Niðursstöður kynntar úr hópavinnu
Kl. 16:00 – Mat, upprifjun og námskeiðslok